Skip to main content

Posts

Showing posts from September, 2006

Heimsókn frá Færeyjum

www.namsgagnastofnun.is 5. september 2006: Undanfarið hafa tveir ritstjórar frá Föroya Skúlabókagrunnur, þeir Birgir Kruse og Gundur Mortensen, verið í námsdvöl hjá Námsgagnastofnun til að kynna sér uppbyggingu og innihald námsefnisvefjar stofnunarinnar. Eftir skoðun á námsefnisvefjum sem á boðstólum eru á Norðurlöndunum töldu þeir að vefur Námsgagnastofnunar bæri af í þeim hópi og óskaði forstöðumaður stofnunarinnar, Helena Dam á Neystabø, þess vegna eftir því að fá að senda starfsmenn til að kynna sér vefinn betur. Ritstjórarnir dvöldu hjá Námsgagnastofnun í viku og áttu gott samstarf við starfsfólk, einkum þó Hildigunni Halldórsdóttur tölvunarfræðing, sem hefur í mörg ár borið hita og þunga af uppbyggingu vefjar Námsgagnastofnunar, nams.is. Föroya Skúlabókagrunnur, sem er systurstofnun Námsgagnastofnunar í Færeyjum, hefur fengið sérstaka aukafjárveitingu frá færeyska menntamálaráðuneytinu og samtökum sveitarfélaga til að byggja upp vef sinn og hefur stofnunin nú sótt um leyfi til að